Skip to main content

Það er ívið meira lýsi í borgaryfirvöldum í Berlín en í Reykjavík. Þau fyrrnefndu hafa nú nánast bannað íbúðaleiguna Airbnb til að koma í veg fyrir að leiguverð fyrir íbúa hækki upp úr öllu valdi.

Berlínarbúar hafa sett fót í rass Airbnb

Berlínarbúar hafa sett fót í rass Airbnb

Kannski hafa þarlendir fylgst með þróun mála í einu borg Íslands þar sem aumum borgaryfirvöldum dettur ekki í hug að hreyfa legg né lið mót því að annar hver eigandi fasteigna leigi þær út til ferðafólks og hækki með því leiguverð fyrir íbúa svo mikið að engu tali tekur. Nú þykja menn „heppnir“ að negla herbergi í Reykjavík undir hundrað þúsund krónum á mánuði.

En í Berlín er fólkið aðalatriði og peningar aukaatriði. Borgin hefur frá upphafi haft ákveðið tangarhald á Airbnb og lengi vel takmarkað þann fjölda íbúða sem heimilt hefur verið að leigja út gegnum bandaríska fyrirtækið. Það hefur ekki þótt duga til og í vikunni tóku borgaryfirvöld af skarið. Eftirleiðis er óheimilt að leigja íbúðir í borginni á Airbnb en heimilt er, að uppfylltum skilyrðum, að leigja út herbergi svo lengi sem búið er í þeirri íbúð sem um ræðir.

Þetta þýðir bara að það gagnast fyrirtækjum eða stóreignafólki ekkert að sölsa undir sig heilu blokkirnar og leigja út lengur eins og er stórt vandamál í Reykjavík og víðar.

Með það í huga að herbergi rétt slefa í fjögur prósent af heildarleiguplássum Airbnb er hér í raun verið að útiloka Airbnb frá Berlín.

Góðu heilli líka að okkar mati 🙂