Fellibylurinn, stormurinn eða hvassviðrið sem hlotið hefur kvenmannsnafnið Sandy hefur gert mikinn usla vestanhafs. Nú geta áhugasamir gleymt því að rölta um fornfrægan stað eins og trébryggjuna í Atlantic City enda hún fokin út í hafsauga og að hluta upp á land.

Alhliða þjónusta við báta og flugvélar á LaGuardia flugvelli

Alhliða þjónusta við báta og flugvélar á LaGuardia flugvelli

Enn athyglisverðari er meðfylgjandi mynd sem tekin var við hlið C34 á LaGuardia flugvelli í Queens fyrr í dag. Hún segir allt sem segja þarf.

Fyrstu vélarnar eru að fá lendingarleyfi í Boston þegar þetta er skrifað en Icelandair er meðal þeirra flugfélaga sem þurfti að aflýsa ferðum sínum þangað meðan Sandy gekk sinn veg.