Gaman að þessu. Skúli Mogensen safnar milljörðum á milljörðum ofan og dúllar sér með flottum módelum meðan viðskiptavinir hans þurfa að bíða milli vonar og ótta í HEILT ÁR eftir bótum frá flugfélaginu hans.

Hvað segirðu Skúli. Á ekkert að fara að laga þessa hörmungarþjónustu? Mynd Airbus
Látum okkur nú sjá. Við fljúgum með X flugfélagi út í heim en farangurinn skilar sér ekki á áfangastað. Ókei, það gerist. Við skjótumst bara á hótelið og bíðum átekta. Og bíðum átekta. Og bíðum átekta. Og bíðum átekta…
Sarah Coskeran frá Írlandi varð fyrir því óláni að fljúga með Wow Air fyrir tæpu ári síðan. Vélinni seinkaði fram úr hófi og hún fékk farangurinn sinn aldrei í hendurnar. Verra þó að hún hefur ekki séð farangurinn sinn síðan.
Eftir að nokkrar vikur voru liðnar gerði Sarah það eina sem hún gat gert og sendi inn beiðni um bætur fyrst farangur hennar var greinilega ekki að skila sér.

Látum þetta skítapakk bara bíða og bíða og bíða…
Svo beið hún í rúmlega 300 DAGA eftir þjónustu frá flugfélagi herra Mogensen án þess að fá svo mikið sem tíma dagsins. Beiðni númer tvö lenti sennilega milli skips og bryggju hjá flugfélaginu því þegar hún óskaði upplýsinga fyrr í dag, NÆSTUM ÁRI EFTIR ATVIKIÐ, er hún beðin um að senda upplýsingar um málið til Wow Air….
Hversu lélegt getur eitt flugfélag verið?







