Tíðindi

Bangkok í uppáhaldi hjá Íslendingum

  10/11/2010maí 31st, 2014No Comments

Eftirlætis áfangastaður íslenskra ferðalanga í liðnum október var Bangkok í Tælandi samkvæmt tölum flugleitarvélarinnar Dohop sem birtir reglulega lista yfir þá áfangastaði sem mest er leitað eftir á vef þeirra. Aðrir staðir sem mest er leitað eftir eru hins vegar að mestu hefðbundnir áfangastaðir nær landinu.

Vinsældir Dohop eru miklar og sýna glögglega að Íslendingar vilja gjarnan fleiri valmöguleika í ferðum sínum en eru í boði hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum hérlendis eins og Fararheill.is hefur fjallað um.

Fátt kemur í raun á óvart varðandi topp tíu lista Dohop nema ef vera skyldi að töluvert er leitað eftir flugferðum til Ríga í Lettlandi en þangað er alls ekki flogið héðan frá Íslandi og aldrei verið ef undan eru skildar stöku „sérferðir.“

Topp tíu listinn í október 2010 eru:

  1. Bangkok, Tæland
  2. Kaupmannahöfn, Danmörk
  3. London, England
  4. New York, Bandaríkin
  5. Orlando, Bandaríkin
  6. Alicante, Spánn
  7. Frankfurt, Þýskaland
  8. Osló, Noregur
  9. Ríga, Lettland
  10. Las Palmas, Spánn