Bretar, af öllu fólki, virðast kunna þá list ágætlega að gefa þeim miðfingurinn sem lofa fögru með stæl og kanil í orði en standa ekki í lappirnar á borði.

Stór orð, lítil efni. Primera Air hætt nánast allri sinni starfsemi í Bretlandi nokkrum mánuðum eftir að ævintýrið hófst. Skjáskot
Við höfum áður fjallað um að markaðsmaður ársins á Íslandi, Andri Már Ingólfsson eigandi Primera Air, gerði í buxur fyrr á árinu þegar flugfélagið dró í land með allar sínar flugferðir vestur um haf til Bandaríkjanna frá Englandi eftir að hafa farið mikinn í auglýsingum og stóryrðum.
Nú veitist okkur sönn ánægja að skýra frá því að sami markaðsmaður ársins er líka með kúk í brók þegar kemur að flugferðum Primera Air frá Bretlandi til Spánar. Flugfélagið, sem er ekki íslenskt lengur enda tímir Andri ekki að borga fólki íslensk laun, hefur fellt niður allar ferðir sínar frá Englandi til hinna ýmsu áfangastaða á Spáni í vetur.
Príma mál í alla staði. Primera Air ekki beint rokkað fyrir okkur Íslendinga og súpermál ef nóg er af hugsandi fólki erlendis til að láta ekki gabbast af sömu þvælunni…







