Skip to main content
T æpum sex árum eftir lokun til að hefja endurbætur opnar eitt frægasta safn Berlínar dyr sínar að nýju. Velkomin í Neue Nationalgalerie.

Opið á nýjan leik. Neue Nationalgalerie er heimsóknar virði. Mynd Tagesblatt

Safnið hefur lengi þótt eitt það merkasta í borginni og þá fyrst og fremst fyrir húsnæðið sjálft sem þykir eitt fremsta tákn módernisma í arkitektúr á heimsvísu en slík hönnun þótti afar móðins lengi vel á síðustu öld.

Safnið þó auðvitað kjaftfullt af forvitnilegum munum og tímabundnar sýningar ætíð í gangi allan ársins hring.

Safnið auðfundið við hið þekkta Potzdamerstraße og ekki langt frá samnefndu torgi.