Það er nánast skyldustopp fyrir alla á ferð um Seattle í Bandaríkjunum í verksmiðjum Boeing flugvélarrisans. Sá túr tekur hvorki meira né minna en fjórar klukkustundir og velflestir gestir koma afar ánægðir út aftur.

Hvort sem fólk hefur almennt áhuga á flugvélum eða ekki eru heimsóknir í verksmiðjur Boeing eða Airbus sannarlega þess virði. Mynd Let´s visit Airbus

Hvort sem fólk hefur almennt áhuga á flugvélum eða ekki eru heimsóknir í verksmiðjur Boeing eða Airbus sannarlega þess virði. Mynd Let´s visit Airbus

Færri vita að einnig er hægt að heimsækja verksmiðjur hins evrópska flugvélaframleiðanda Airbus í Toulouse í Frakklandi. Það er síst verri upplifun hvort sem fólk hefur áhuga á flugi og flugvélum eður ei. Báðar verksmiðjur eru svo stórar og merkilegar að öllum þykir tilkomumikið.

Sáraeinfalt er að heimsækja verksmiðjur Boeing og margir ferðaþjónustuaðilar í Seattle bjóða slíkan pakka. Aðgangur inn á safnið og skipulagður túr með leiðsögn kostar 2.600 krónur. Sjá heimasíðu Boeing hér.

Ekki er mikið flóknara að heimsækja verksmiðjur Airbus skammt frá frönsku borginni Toulouse. Nokkrir ferðaþjónustuaðilar bjóða skipulagðar ferðir þangað og í boði þrír mismunandi túrar eins og lesa má um hér og er aðgangseyrir mismunandi eftir túrum. Leiðsögn er þó almennt aðeins í boði á frönsku nema um stærri hópa sé að ræða. Nánar hér.

Að verksmiðjum Airbus er vitaskuld komist með leigubílum eða bílaleigubílum en líka hægt að taka sporvagn númer T1 frá Palais de justice í miðborg Toulouse. Sá fer þó aðeins langleiðina og þarf að rölta í um 10 mínútur frá stöðinni Andromede-Lycée nema um skipulagða ferð sé að ræða.