Það var nú aldeilis kominn tími til. Íbúar þess bæjar á Spáni sem stærir sig af hvað ömurlegasta bæjarnafni landsins hafa samþykkt að breyta nafninu.

Þetta skilti hefur nú góðu heilli verið tekið niður. Mynd end

Þetta skilti hefur nú góðu heilli verið tekið niður. Mynd end

Bærinn Castrillo Matajudíos hefur svo sem ekkert fundist mikið í ferðahandbókum um Spán enda afar lítill og reyndar meira þorp en bær. En bæjarstjórinn hefur þó lengi haft áhyggjur af því að ferðamönnum þætti lítið varið í að heimsækja þorp sem heitir „Gyðingadráp.“

Það litla þorp er talið hafa komið til á elleftu öld og ólíkt því sem halda mætti voru það gyðingar sjálfir sem datt nafnið í hug að því er seinni tíma heimildir herma. Nafnið átti að gefa gyðingum í landinu til kynna að þar væri um griðastað frá ofsóknum að ræða en lengi vel á miðöldum var öllum gyðingum á Spáni gert að yfirgefa landið. Þó voru ávallt nokkrir staðir þar sem þeir fengu að vera í friði þrátt fyrir allt og Castrillo Matajudíos var einn þeirra.

Nýja nafnið er öllu þjálla og vinsamlegra en þorpið heitir eftirleiðis Castrillo Moto de Judíos eða Gyðingahæð.

PS: svona áður en Íslendingurinn fárast yfir rasísku nafninu á spænska þorpinu er kannski vert að hafa hugfast að lögum samkvæmt var heimilt að drepa Baska á vestfjörðum langt fram á árið 2018 😉