Skip to main content

Neytendalög á Íslandi kveða á um að ekki sé heimilt að auglýsa sértilboð af nokkru tagi nema umrætt fyrirtæki geti að fullu staðið við stóru orðin. Wow Air féll á því prófi.

Flott tilboð Wow Air en því lauk langt áður en auglýst var. Mynd Heads Up Aviation

Það segir æði mikið um íslensk fyrirtæki þegar þau hundsa miskunnarlaust íslensk lög og reglur. Wow Air auglýsti fyrr í dag MEGATILBOÐ á flugferðum og þar auglýst að hægt væri að bóka flug á 50 prósent afslætti fram á kvöld.

En Skúli og félagar hjá Wow Air gátu ekki staðið við það loforð. Þetta fína afsláttartilboð var slegið af töluvert áður en tilkynnt var samkvæmt auglýsingunni.

Líklega sleppur Wow Air alfarið með þessa viðskiptahætti enda hér verið að bjóða útlendingum upp á tilboð til Íslands.

Eina stofnunin sem á að gæta þess að fyrirtæki standi við sitt er Neytendastofa en þar sem fréttist af því að barnafataverslun í Þórshöfn væri með ómerkta barnakerru í glugganum var gert út teymi til að stöðva þann ófögnuð og engir eftir á stasjón til að kíkja á mál Wow Air.

En svona ef einhverjum dettur í hug að skoða þetta er ráð að kíkja á nokkur ummæli á fésbókinni vegna þessa…