Skip to main content
Tíðindi

Vildarpunktasamstarf Icelandair og SAS

  04/11/2010maí 31st, 2014No Comments

Flugfélögin SAS og Icelandair hafa hafið samstarf sem felur í sér að íslenskir vildarkortshafar geta nú fengið punkta fyrir kaup hjá SAS líka.

Gildir það um ferðir SAS frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Berlínar, Gautaborgar, Hamborgar, Mílanó, Munchen, Vilnius, Zurich og Varsjár. Tekur þetta gildi strax í byrjun næsta árs.

Samkvæmt tilkynningu mun samkomulagið einnig nýtast viðskiptavinum í þægilegri tengingum og hagstæðari fargjöldum. Ritstjórn Fararheill.is dregur það í efa enda reyndin sú að flugfargjöld þeirra flugfélaga sem Icelandair á sérstakt samstarf við eru ekki sérstaklega hagstæðari en fargjöld þeirra sem engir samningar eru við. Þá er SAS tiltölulega dýrt flugfélag og margir ódýrari kostir í boði frá bæði Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.