Sex vikur til næstu áramóta og þá gerist meira en að landinn skáli í kampavíni og skjóti upp rakettum. Þann 31. desember ár hvert fyrnast vildarpunktar sem ekki hafa verið notaðir en viðmið Icelandair er að þeir fyrnast þennan dag fjórum árum eftir að þeir fengust.
Þannig má segja að eigir þú vildarpunkta nú sem þú vannst þér inn árið 2007 detta þeir allir út um áramótin næstu. Sama gildir um öll kortastig sem þénuð hafa verið á yfirstandandi ári.
Sé slatti af vildarpunktum á reikningi þínum og ekki standi til að ferðast eða gista á hótelum neins staðar er hægt að skipta vildarpunktum í gjafabréf eða nýta þá til kaupa í bandarískum vefverslunum. Sífellt fleiri nýta sér þennan möguleika í stað þess að láta þá fjara út sem gagnast engum nema Icelandair.
Hægt er að færa vildarpunkta frá Icelandair yfir á önnur flugfélög eða eyða þeim í gjafabréf á vefsíðu Points.com.






