Pistlar

Víðar rotið en í Danaveldi

  08/08/2009maí 11th, 2014No Comments

Nú eru íslensku ferðaskrifstofurnar farnar að auglýsa haust- og vetrarferðir sínar í gríð og erg og finnst ritstjórn Fararheill.is stórundarlegt hvað fátt þar virðist taka mið af bágu efnahagsástandi meirihluta Íslendinga og með mynt sem ekki er svipur hjá sjón.

Enn eru dýrir áfangastaðir á borð við Spán og England í forgrunni en fyrir meðal Íslendinginn er afar fátt sem heillar við England með pundið kringum 200 krónurnar þessi dægrin. Spánn er ódýrara en ekki munar miklu og það vita þeir sem ferðast hafa í sumar að ferð þangað með krónu í kóma á lítið skylt við skemmtun og afþreyingu. Helst er stressi fyrir að fara þegar máltíð fyrir fjögurra manna fjölskyldu skjagar upp í máltíð á betri veitingastað í Reykjavík.

Ekki bólar á ferðum til þeirra þriggja áfangastaða sem upp á hið sama bjóða fyrir töluvert minni pening. Er það mat ritstjórnar Fararheill.is að Marokkó, Túnis og Tyrkland sem vænlegastir staða í vetur enda krónan þar enn á pari við þá gjaldmiðla sem þar eru. Hálfur líter af bjór í Tyrklandi kostar enn 300 krónur, kíló af appelsínum í Marokkó kostar 70 krónur og golfhringur í Túnis fæst fyrir fjögur þúsund krónur.

Ritstjórn furðar sig á áhugaleysi ferðafrömuða hérlendis að koma til móts við þá fjölmörgu sem efalítið gæfu talsvert fyrir að komast aðeins frá án þess að brjóta eigin banka til þess.