Margir þekkja orðið götusýn Google, Google streetview, þar sem forvitnir geta skoðað króka og kima stórborga og krummaskuða eftir hentugleika. Færri vita að götusýnin dekkar líka sjávarbotninn á stöku stöðum.

Hluti flaks Mary Celeste undan Bermúda sem er hægt að skoða eftir hentugleika með götusýn Google

Hluti flaks Mary Celeste undan Bermúda sem er hægt að skoða eftir hentugleika með götusýn Google

Götusýn Google er semsagt ekki bara götusýn heldur er töluvert meiri metnaður í mönnum en það. Ritstjórn Fararheill hefur til að mynda verið að skoða flak hins fræga skips Mary Celeste sem liggur á hafsbotni skammt frá Bermúda en þeir sem áhuga hafa á sögu vita að enn eru uppi miklar vangaveltur um örlög þess skips á sínum tíma.

Við látum aðra vefi um söguna en vildum benda áhugasömum lesendum á að þetta ákveðna flak er aðeins eitt af mörgum sem sjá má gegnum miðil Google og hver veit nema einn daginn verði hægt að skoða enn frægari skipsflök úr rúminum heima.

Eðaltæki fyrir áhugamenn um köfum til dæmis.