H mmm! Icelandair, í miðju Kófi, dúndrar út þremur nýjum áfangastöðum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hin frábæra ítalska Róm er komin á kortið, Nice í Frans líka þó við skiljum það ekki alveg en mestu máli skiptir að eftir að hafa hundsað tilmæli okkur um tíu ára skeið ætlar Icelandair loks að bjóða beint áætlunarflug til Alicante.

Séð yfir Alicanteborg. Í henni og nágrenninu eiga tæplega fjögur þúsund Íslendingar eignir. En fyrst núna sem kviknar á fattaranum hjá sérfræðingum Icelandair. Mynd illorca

Dabbadona!

Icelandair hefur á sex mánuðum orðið við margítrekuðum ábendingum Fararheill um árabil þess efnis að tryggja grunninn með því að fljúga beint til vinsælustu áfangastaða Íslendinga áður en þeir þvælast til hinna og þessara krummaskuðanna í Fjarskanistan.

Fyrr í vikunni tilkynnti sósíalíska flugfélagið um þrjá nýja áfangastaði: Róm, Alicante og Nice.

Látum Róm og Nice liggja milli hluta og það sérstaklega í húrrandi faraldri sem ekki sér fyrir endann á.

En þetta er í fyrsta skipti síðan 2010 síðan þetta þjóðarflugfélag býður beint áætlunarflug til þessa allra vinsælasta áfangastaðar Íslendinga á Spáni. Eins og við hér höfum bent á og skammast yfir í nákvæmlega 30 greinum á þessum vef á þeim tíma.

Þetta í ofanálag við að bjóða áætlunarflug til Kanaríeyja í fyrsta skipti EVER fyrr í vetur eins og við hér höfum líka kallað eftir um áraskeið segir okkur hér að við erum sennilega meiri „sérfræðingar“ en sérfræðingar Icelandair.

Reikningur er á leiðinni…

Óhrædd við að nota nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það er eina tekjuleið okkur hér 😉