Wow Air er VERSTA FLUGFÉLAG HEIMS árið 2018. Við vorum reyndar búin að skýra frá þessu áður en eins og vitiborið fólk veit þá er góð vísa aldrei of oft sögð 😉

Engar fréttir fyrir lesendur Fararheill en kannski opnast augu annarra nú þegar stórir erlendir fjölmiðlar á borð við Business Insider skýra frá hinu sama.
Business Insider þennan daginn að fjalla um það sem litli Fararheill fjallaði um fyrir tveimur vikum síðan: að hið rammíslenska flugfélag Wow Air þykir standa sig svo illa gagnvart farþegum sínum samkvæmt flugmiðlinum AirHelp að það fær einkunnina versta flugfélag heims þetta árið.
Ekki lítil meðmæli fyrir herra Mogensen en reyndin er sú, eins og þeir vita sem lesa Fararheill reglulega, að arfadöpur þjónusta, er regla en ekki undantekning hjá Wow Air.
Flott auglýsing fyrir Ísland samt…







