Skip to main content

Ó hætt er að taka hattinn ofan fyrir flugumferðarstjórum um allan heim og ekki síst eftir að sjá svart á hvítu, eða gult á bláu í þessu tilfelli, hversu flókið það hlýtur að vera að halda allt að tvö þúsund farþega- og flutningavélum á lofti í einu og að mestu leyti óhappalaust.

Himininn yfir Evrópu klukkan tíu að mánudagsmorgni. Áhrifaríkt ekki satt?

Himininn yfir Evrópu klukkan tíu að mánudagsmorgni. Áhrifaríkt ekki satt?

Forvitnilegt að skoða annars lagið vefinn Flightradar24.com en þar má sjá flugumferð hvarvetna í veröldinni í rauntíma. Þar má líka sjá tegund véla, hraða þeirra og hæð og fleiri upplýsingar.

Ekki er laust við að manni bregði við að sjá hversu ógnarmikill fjöldi véla eru í loftinu á sama tíma á sömu slóðum kringum helstu flugvelli heims.

Sérstaklega er áberandi á morgnana gríðarleg traffík kringum í og við Bretland og austurströnd Bandaríkjanna. Á fyrrnefnda staðnum fara stundum um yfir tvö þúsund vélar á sama tíma. Fæst alveg nýr skilningur á því hvers vegna oft á tíðum farþegavélar verða að hringsóla töluverðan tíma áður en þær geta lent á Heathrow flugvelli í London.

Auðveldlega má finna einkennisnúmer hverrar vélar sem á lofti er og því hægt að fylgjast með ákveðnum vélum. Ólíkt skemmtilegri leið en Kef.is til að vita hvenær ættingi er að lenda í Keflavík eða hvort vél vina fór af stað á réttum tíma.

[alert close=no]Það er aldeilis fín leið til að fylgjast með vinum eða ættingjum í flugi. Nota þetta til að átta sig á hvenær rjúka þarf af stað í Leifsstöð til að sækja einhvern til dæmis[/alert]