K apítalisminn vestanhafs í Bandaríkjunum er kominn út í öfgar dauðans. Eða hvar annars staðar eru unglingar settir í að aka sjúkrabifreiðum, fólk lögsótt fyrir að vilja skipta um vinnu eða lagasetning er með þeim hætti að það skapar stórhættu fyrir almenning?

Flugfélög vestanhafs eru ekki með áhyggjur að ástæðulausu… samsett mynd

Það er þetta síðastnefnda sem við fjöllum um hér. Nánar tiltekið að ríkisvaldið hafi gefið fjarskiptafyrirtækjum landsins leyfi til að veita 5G farsímaþjónustu án þess að hugsa mikið út í afleiðingarnar. Afleiðingar sem gætu auðveldlega þýtt fleiri flugslys á flugslys ofan vestanhafs á næstu árum.

Tiltölulega lítið hefur verið fjallað um vandamálið hérlendis og í þeim fáu tilvikum af tómum kjánum sem éta allt upp eftir forráðamönnum fyrirtækja gagnrýnislaust.

En það er ekkert að ástæðulausu að flugfélög í Bandaríkjunum eru beinlínis komin í stríð við fjarskiptafyrirtæki landsins þó nákvæmlega sömu aðilar eigi hluti í báðum aðilum.

Það stríð tilkomið sökum þess að uppsetning 5G-farsímakerfis vestanhafs getur mögulega valdið stórslysum í flugi. Og öll vitum við að þarf ekki mörg flugslys til að við forðumst flugferðir eins og heitan eldinn. Tæknilega þarf bara eitt…

Ók, hvað er málið nákvæmlega svona á mannamáli?

Gróflega er það að bæði hæðarmælar allra flugvéla og 5G-kerfi farsímanotenda brúka bylgjulengd á svokölluðu C-bandrófi útvarpsbylgja. Flest þráðlaus samskipti í heiminum flytjast á milli aðila með útvarpsbylgjum. Þær bylgjur hafa flutningstíðni frá 3 og upp í 3000 GHz.

Hæðarmælar vs. 5G

Hæðarmælar þotna og flugvéla í loftinu bláa notast við tíðnina 4,2 til 4,4 GHz. Vandamálið felst í því að 5G-tíðni í Bandaríkjunum er afar nálægt þessu sama tíðnisviði. Nánar tiltekið frá 3,7 upp í 3,98 GHz. Sem væri kannski í lagi ef útvarpsbylgjur væru fasti og óbreytanlegar. En eðlisfræðinni samkvæmt sveiflast bylgjusvið velflestra hluta til og frá eftir aðstæðum og þetta kannast flestir við sem verða varir við truflanir á útvarpsstöðinni í bílnum á rúntinum. Þær truflanir merkja að annað merki, til dæmis önnur útvarpsstöð, er að senda út á nálægri tíðni og merkin skarast sem þýðir truflanir.

Almennt séð eru smá truflanir ekkert stórvandamál en þegar og ef flugvélar þurfa að lenda við slæmar aðstæður eða jafnvel blint að nóttu til skiptir verulegu máli að flugmenn viti upp á hár hvað langt eða stutt er niður á flugbrautina. Ekki þarf meira en einn metra í skekkju til að rellan lendi á maganum, eldur kviknar og allt fer í bál og brand. Eða að rellan tekur lengra aðflug vegna rangra mælinga, lendir fínt en svo er ekki nægileg flugbraut eftir til að stöðva relluna.

Í öllu falli ætti skynsamt fólk að átta sig á vandamálinu.

Hvers vegna ekki vandamál í Evrópu?

Ástæðan er sú að 5G-sviðið er takmarkaðra í Evrópu en vestanhafs. Tíðnin í Evrópu nær frá 3,4 til 3,8 GHz. Tíðnimunurinn sagður of mikill til að merkin geti skarast og það hafa bæði rannsóknaraðilar í Frakklandi og á Spáni sannreynt. Nánast engar líkur við neinar aðstæður að 5G-merki nái inn á tíðnisvið flugvéla við flökt. Þrír komma nítíu og átta hins vegar…

Óhrædd við að nota nífaldan heimsmeistara í hótelbókunum samkvæmt World Travel Awards hér að neðan. Það er eina tekjuleið okkur hér 😉