R úm vika áður en Bandaríkin opna upp á gátt fyrir erlenda ferðamenn til landsins að nýju eftir langt hlé. Eflaust margir sem geta ekki beðið en hafa þeir hinir sömu kynnt sér nákvæmlega skilyrðin til að fá aðgang?

Boston er vinsæll áfangastaður Íslendinga. Er virkilega svona auðvelt að fljúga þangað á næstunni?
Við gætum haldið nokkuð langa ræðu um hversu illa Kaninn er að standa sig í opnuninni en látum nægja nokkra punkta svona yfir eitt og annað sem gæti hafa farið fram hjá þér og þínum.
- Allir farþegar TVEGGJA ÁRA OG ELDRI þurfa að hafa undir höndum neikvæðar niðurstöður úr Covid-sýnatöku.
- Bólusettir farþegar þurfa í sýnatöku með mest þriggja daga fyrirvara fyrir flugið og niðurstöður prófanna þarf að framvísa á pappír eða rafrænt í Leifsstöð fyrir flugið. Óbólusettir þurfa í sýnatöku með mest 24 stunda fyrirvara frá flugtaki og niðurstaðan þarf að vera neikvæð. Ellegar þarf að framvísa skjölum þess efnis að viðkomandi hafi náð sér að fullu eftir að hafa veikst af Covid á síðustu 90 dögum.
- Allir farþegar vestur um haf þurfa ennfremur að kvitta undir sérstakt plagg þess efnis að allar upplýsingar sem veittar verða sé heilagur sannleikur. Liggur hugsanlegur fangelsisdómur annars við.
- Hafa skal hugfast að mjög mismunandi er hvaða kröfur hvert fylki Bandaríkjanna gerir til ferðafólks og viðbótarkröfur gætu komið til á tilteknum flugvöllum.
- Óbólusett börn og unglingar þurfa að fara í skyndipróf vestanhafs meðan á dvöl þar stendur mest fimm dögum eftir komu. Foreldrar þurfa að greiða fyrir það og kostnaður per próf getur rokkað frá 1200 krónum upp í 4000 krónur.
Og blah og blah og blah.
Í öllu falli vert fyrir vesturfara að skoða gaumgæfilega reglurnar samkvæmt Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, og það hvern einasta dag því kröfurnar geta tekið breytingum dag frá degi.