Skip to main content

F lestir nú til dags þekkja vel spænsku smáréttina sem kallaðir eru tapas á Spáni. Heimafyrir pungum við út ágætum fjárhæðum fyrir kvöld á tapasstað en á Spáni er tapas oftar en ekki ókeypis eða ódýr og mettandi for- eða smáréttur sem fæst oft óumbeðið á veitingastöðum og börum í landinu.

Tapas eða ekki tapas. Þeim fjölgar hægt og bítandi stöðunum sem bjóða ekki tapas heldur hnetur eða snakk í stað smárétta. Mynd underthemoon

Tapas eða ekki tapas. Þeim fjölgar hægt og bítandi stöðunum sem bjóða ekki tapas heldur hnetur eða snakk í stað smárétta. Mynd underthemoon

Þá er frátalin Katalónía en þar á bæ þykir ekki og hefur aldrei þótt sjálfsagt að bera fram smárétti með drykkjum á veitingastöðum eða börum. Sannast sagna er það ástæða þess að Kastilíubúar og aðrir íbúar Spánar kalla Katalónana níska.

En níska þarf ekki að vera bundin við Katalóníu. Í Madrid og Sevilla eru barir sérstaklega farnir að bjóða kartöfluflögur sem extra með keyptum bjór en það þykja döpur viðskipti hjá heimamönnum og því má segja að auðveldlega sé hægt að mæla út þá staði sem gera út á ferðamenn og hina sem sinna heimamönnum.

Fáir þú ólífur, brauð með skinku eða annað heillandi og ætilegt með bjórnum eða rauðvínsglasinu ertu á stað sem gerir ekki út á ferðamenn og getur jafnframt verið viss um að bjórinn og maturinn almennt er ódýrari en á túristastöðunum. Heimamenn láta nefninlega ekki bjóða sér hvað sem er.