M enn mega vera töluvert mikið geldir og úr takti við móður náttúru til að finna ekki til aðdáunar á svönum. Þessir stóru, oftast vinalegu fuglar prýða mörg vötnin á ýmsum stöðum í heiminum og ekki síst hér á landi flestum til yndisauka. En aðeins á einum stað utan Ástralíu gefur að líta hina frægu og sjaldgæfu svörtu svani.

Fallegir eru þeir sannarlega. Og finnast aðeins á einum stað í Evrópu og svo í Ástralíu.

Fallegir eru þeir sannarlega. Og finnast aðeins á einum stað í Evrópu.

Sá staður, merkilegt nokk, er lítill strandbær á suðurströnd Englands sem litlum sögum fer af annars.

Dawlish heitir sá og er nokkuð fjarri alfararleið flestra erlendra ferðamanna í landinu nema þeirra sem geta ekki á sér heilum tekið nema þeir berji svarta svani augum og það persónulega í nærmynd.

Svartir svanir voru eitt sinn fjölmennir á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu en var útrýmt á skömmum tíma í fyrrnefnda landinu og langt farið með þá í því síðarnefnda. Menn kveiktu þó á perunni í Ástralíu áður en yfir lauk og stofninn er nú nokkuð fjölmennur á ákveðnum svæðum í suðvesturhluta landsins. En aðeins á einum stað utan Ástralíu eru svanir þessir á vappinu eins og ekkert sé sjálfsagðara og sá staður, merkilegt nokk, smábær á suðurströnd Bretlands.

Til Ástralíu er þó töluvert ferðalag og hafi menn dálæti á svönum er öllu auðveldara og fljótlegra að fljúga til London og taka þaðan lest eða rútu til Dawlish. Bærinn lítill og þokkalega fallegur miðað við breska bæi og hér ekki langt frá er að finna hina frægu drungalegu Dartmoor heiði sem hefur orðið mörgu skáldinu að yrkisefni gegnum tíðina.

Ástæða þess að svarta svani er að finna í Dawlish má rekja til innflutnings á nokkrum pörum fyrir margt löngu en annars staðar dóu fuglarnir fljótlega nema hér.