F oreldrar eins úr ritstjórn hafa dvalið á Kanarí árlega í 30 ár eða svo. Þau búin, að eigin sögn, að skoða eyjuna atarna í þaula þann tíma. En gömlu hjónakornin áttu ekki orð eftir að hafa séð eitt nýlegt myndband frá eyjunni.

Litla Kanarí er fjölbreyttari og fallegri en flestir gera sér grein fyrir.

Það er bæði auðvelt og ódýrt að fara í skoðunarferðir um Kanarí, Gran Canaria, og svo hefur verið um áraraðir. Eyjan er þokkalega lítil og allt hið merkasta hægt að sjá með góðu móti og án þess að stíga bensíngjöfina í botn á einum degi eða svo. Eða svo segja ferðafrömuðir allavega.

Svo er þó ekki. Þessi litla spænska eyja, sem telur heila 1500 ferkílómetra alls að flatarmáli eða tæplega sjö þúsund prósent minni en Íslandið góða, lumar á þvílíku góðgæti frá náttúrunnar höndum að hrein unun er að.

Strandlífið þekkja allir Íslendingar. Tiltölulega tær sjórinn og æði ljúfur sjávarblærinn gerir dvöl hér að hreinu sjafnaryndi alla mánuði ársins. Aldrei of heitt og aldrei of kalt. Taktu svo strætó upp í eldfjöllin og fáðu svo magnað útsýni að á bestu dögum má horfa alla leið til Afríku.

Í öllu falli lumar þessi litla dásemdareyja á mikilli náttúrufegurð í ofanálag við æði ljúft strandlífið og gott djammið.

Aldrei hætta að upplifa!