N afnið Mafíueyja vekur líklega upp mynd af Sikiley á Ítalíu í hugum flestra enda vænlegasti kandidatinn til að bera þessa miður skemmtilegu nafnbót. Svo er þó ekki. Mafíueyjan finnst við austurströnd Afríku.

Rafmagn af skornum og vatn verður að ferja í dunkum. Hér er sennilega frábært að vera. Mynd Micah&erin

Rafmagn af skornum og vatn verður að ferja í dunkum. Hér er sennilega frábært að vera. Mynd Micah&erin

Mafíueyja, Mafia Island, tilheyrir Tanzaníu og er einn vanþróaðasti staðurinn í fremur vanþróuðu landi. Íbúar eyjunnar, væntanlega kallaðir mafíósar af gárungum, eru bláfátækir og að því leytinu mjög ólíkir þeim er bera sömu nafnbót á ítölsku eynni.

Flestir hér hafa lifibrauð sitt af kókoshneturæktun og ferðaþjónustu en hingað þvælast stöku ferðamenn sem vilja ferðast utan alfararleiða.  Enn sem komið er eru hér aðeins tvö hótel sem verður að teljast vel sloppið en er væntanlega fljótt að breytast með sívaxandi straumi ferðafólks á þessar slóðir.

Eyjaskeggjar eru reyndar það langt á eftir nútímanum að aðeins stærstu þorpin hér hafa rafmagn og þá aðeins af og til. Sem eflaust útskýrir að hluta hvers vegna ekki eru hér fleiri ferðamenn eins og á nágrannaeyjum.

Hingað er líka aðeins komist með flugi frá Dar es Salaam. Bátsferð einfaldlega of löng en þó það eina sem heimamenn sjálfir verða að láta sig hafa sökum fátæktar eigi þeir erindi á meginlandið.