Þ að eru margar ástæður fyrir að flugmenn og þjónar biðja farþega um að sitja kyrra í sætum sínum með beltin spennt helst alla flugferðina.

Það er lítil hætta á ferð ef flugþjónar eru á vappi í flugi.

Það er lítil hætta á ferð ef flugþjónar eru á vappi í flugi.

Hugsanleg ókyrrð er sögð höfuðástæðan. Vissulega má til sanns vegar færa að ókyrrð getur orðið fyrirvaralaust eða fyrirvaralítið og þá er betra að farþegar séu ekki út um hvippinn og hvappinn í vélinni. Dæmi eru um slys sem orðið hafa þegar farþegar detta eða falla við skyndilega ókyrrð.

En önnur stór ástæða sem þó er ekki opinber er að ef fólk er ekki sem mest í sætum sínum getur verið flókið fyrir flugþjóna að selja varning og mat og drykki. Enginn skal vanmeta þær tekjur sem flugfélög hafa af sölu um borð í vélum sínum. Þær eru miklar.

Það er þó oftar en ekki lítil ástæða til að spenna sig ofan í óþægileg sætin þó hvatt sé til þess af starfsfólki. Ástæðan sú að verði flugmenn varir við alvarlega ókyrrð framundan þá biðja þeir yfirleitt flugþjóna að fá sér sæti líka. Þá er útlitið dökkt og ástæða til að hafa áhyggjur af vaggi og veltu um tíma. En séu flugþjónar á þönum með mat og glingur er lítil sem engin ástæða til að festa beltið eða hanga í sætinu. Reyndar um að gera að þvælast um til að koma í veg fyrir blóðtappa af langri setu.