Sjaldan er ein bára stök í tólf vindstigum. Hver einasti miðill landsins með þær fregnir að erlendir fjárfestar sýni áhuga á hlutafjáraukningu Icelandair. Enginn þeirra finnur sig knúinn til að leita frekari upplýsinga þrátt fyrir að flugfélagið hafi verið illa rekið á gullæðistíma í ferðaþjónustu og fleiri ár og kannski áratugir í að ein króna fáist í arð fáist af bréfum í fyrirtækinu. Ef þá nokkurn tímann.

Langsótt punktur is en fjölmiðlum er sama. Mynd Icelandair

Hnignun fjölmiðla? Skoðum nokkur dæmi:

Vísir.is: SEGIR ERLENDA FJÁRFESTA SÝNA ICELANDAIR ÁHUGA

Vbl.is: ERLENDIR FJÁRFESTAR SÝNA ÁHUGA

Rúv.is: ERLENDIR FJÁRFESTAR SÝNA ICELANDAIR ÁHUGA

Mbl.is: SÝNA ICELANDAIR ÁHUGA

Dabbadona!

Auðvitað eru allir þessir „sjálfstæðu miðlar” sem eru að fá tugmilljónir króna af skattfé þökk sé Lilju Alfreðsdóttur, framsóknarpíu, að lepja upp afar vafasama frétt Morgunblaðsins. Þar segist forstjóri Icelandair hafa orðið var við áhuga erlendra fjárfesta á hlutum í flugfélaginu en hlutafjárútboð stendur þar fyrir dyrum.

Hmmm! Ekki einu sinni Viðskiptablaðið gerir athugasemdir við yfirlýsingar forstjórans. Sama forstjóra og hélt reiðilestur yfir Gylfa Zōega fyrir að halda því fram í haust að flugfélagið væri ekki í stakk búið til að takast á við allt undir sólinni.

Athugasemdir á borð við:

A) Hér um að ræða tiltölulega illa rekið flugfélagið þegar best lætur. Flugfélagið ekki sýnt hagnað um fjögurra ára skeið þrátt fyrir algjöra gósentíð í ferðamennsku á Íslandi.

B) Hér um að ræða flugfélag sem hrapar jafnt og þétt í þjónustukönnunum. 2012 var Icelandair með 7 í einkunn hjá flugvefmiðlinum Skytrax en er nú með 5.

C) Hér um að ræða flugfélag sem ræður yfir einhverjum elsta flugvélaflota í Evrópu. Útilokað að ná fram sparnaði með vélum þess og þess utan menga gamlar Boeing-rellurnar eins og kolabrennsla á sterum. Ekkert sem fjárfestar eru almennt spenntir yfir.

D) Hér um að ræða flaggflugfélag sem hefur aldrei nokkurn tíma sett sitt eigið fólk í forgang. Hvorki í áfangastöðum né verðlagningu. Langar einhvern til Alicante eða Kanarí? Þá hefur Icelandair aldrei verið málið.

E) Fræðingar flugfélagsins spá því að Icelandair nái ekki sama farþegafjölda og árið 2019 aftur fyrr en árið 2024 í fyrsta lagi. En þá gleymist að flugfélagið tapaði rúmum SJÖ MILLJÖRÐUM árið 2019. Líklega er heill áratugur í að bréf í flugfélaginu skili krónu í kassann og þá aðeins ef allt gengur eins og í bestu sögu. Sem gerist auðvitað aldrei.

Og svo framvegis og svo framvegis…

Þessi yfirlýsing á sama tíma og stærsti erlendi hluthafi Icelandair, Par Investments Partners, sem sérhæfir sig í flugfélögum, hefur verið að losa sig við stóra hluti. Þessi yfirlýsing á sama tíma og frægasti fjárfestir heims, Warren Buffett, hefur losað sig við alla hluti í öllum flugfélögum. Þessi yfirlýsing á sama tíma og Icelandair neitar að endurgreiða greidda farmiða eða tekur sér fleiri mánuði til þess með tilheyrandi neikvæðu umtali á samfélagsmiðlum. Þessi yfirlýsing á sama tíma og flugfélagið hefur hent þúsundum starfsmanna fyrir róða sísona.

Líkurnar á að erlendir fjárfestar hafi áhuga á einu bréfi í Icelandair þessi dægrin eru minni en ENGAR. Forstjóri Icelandair er bara að peppa lífeyrissjóði landsmanna til að kaupa með slíkri yfirlýsingu. Fjölmiðlar eiga að sjálfsögðu að hamra plebbann um skýr svör. Hvaða erlendu aðilar eru þetta og þá hafa samband við þá erlendu aðila og forvitnast um hvaðan þessi áhugi kemur nú þegar öll flugfélög heims eru í mestu þrengingum í manna minnum.

Því jafnvel þó satt sé þá veit sjaldan á gott þegar erlendir gammar sjá sér hag í fjárfestingum á litla Íslandi. Því í efnahagslegu tilliti erum við hér bara fló á skinni.