Óhætt að fullyrða að vandamálið er orðið æði stórt þegar langstærsti fjölmiðill fylkisins telur ástæðu til að gera það að fréttaefni. Allt lítur út fyrir að svindl og svínarí sé algengt hjá leigubílstjórum í Miami á Flórída og svínaríið beinist auðvitað fyrst og fremst að ferðafólki.

Reikningurinn fyrir leigubíl frá flugvellinum að hóteli miðsvæðis í Miami hjá þessum þjónum kostaði þau vel rúmar 70 þúsund krónur. Skjáskot,
Almennt má segja að leigubílatúr frá flugvellinum í Miami og inn í borgina þar sem velflest hótelin eru staðsett kosti kringum níu þúsund krónur eða svo á dagtaxta með þjórfé inniföldu. En dagblaðið Miami Herald greinir frá því að eldri hjón hafi þurft að greiða rúmlega 70 þúsund krónur fyrir túrinn hjá vafasömum leigubílstjóra.
Dæmi sem þessi fjarri því einskorðuð við Miami. Það eru misjafnir leigubílstjórar í mörgu fé víðs vegar í heiminum og flestir reyna þeir að drýgja tekjurnar eins og hægt er.
En það er annað að Herald greinir frá því að 120 aðrir ferðamenn en hjónakornin í dæminu hér að ofan hafa lagt fram sams konar kvörtun vegna leigubílstjóra til og frá flugvelli borgarinnar og það aðeins síðustu 30 dagana.
Greinilega full ástæða til að vera extra á varðbergi þegar hóað er í bíl á þessum slóðum.







