Bestu skíðasvæðin eru ekki bara skíðasvæði heldur bjóða gestum upp á töluvert meira en fyrsta flokks snjó í fyrsta flokks brekkum.

Vá, vá og vá. Skíðahótelin í Whistler eru engar holur.

Vá, vá og vá. Skíðahótelin í Whistler eru engar holur.

Þar er gjarnan aðra afþreyingu að hafa fyrir börnin. Skemmtistaði eða fjöruga bari fyrir unga fólkið. Topp heilsulindir fyrir þá stressuðu og betri veitingastaði fyrir sælkera.

Vefmiðilinn Wanderlust hefur sett saman lista yfir þá skíðastaði og svæði sem bera af í þessum skilningi.

1. Banff, Alberta, Kanada

Hér leikur útsýnið aðal- og aukahlutverk enda fáir staðir í heiminum jafn tilþrifamiklir og Banff. Enginn fær nóg af því en ekki er heldur dapurt prógramm að dýfa sér ofan í þær mörgu heitu lindir sem finnast í fjöllunum. Þá er að finna í Banff allnokkra veitingastaði sem eru vel fyrir ofan meðallag.

Ríkir og frægir hér í Cortina í bland við almenna borgara

Ríkir og frægir hér í Cortina í bland við almenna borgara

2. Whistler, Bresku Kólombíu, Kanada

Kanada tekur líka önnur verðlaun hér en Whistler skíðasvæðið þykir mikil paradís og er fjölsótt af frægum og minna frægum. Landslagið ekki jafn stórkostlegt og Banff státar af en hér eru aftur á móti veitingastaðir á heimsmælikvarða sem er þægilegt að vita eftir rennerí í brekkunum allan daginn.

3. Aspen, Kolóradó, Bandaríkjunum

Dúndrandi gott skíðasvæðið er aðeins forréttur í Aspen sem er ein ástæða þess að hingað sækja stórstjörnur í stórum stíl. Sérstaklega þykir fýsilegt að planta sér á barnum á Sky hótelinu sem ekki aðeins er með stórfenglegt útsýni heldur og nuddstofu sem þykir bera af.tellu

4. Cortina, Veneto, Italíu

Líkt og stórstjörnur Bandaríkjanna sækja heim Whistler og Aspen er Cortina heimavöllur evrópskra milljónamæringa og stjarna. Eðli málsins samkvæmt er skíðasvæðið sjálft fyrsta flokks og sama má segja um allnokkra bari sem hér eru staðsettir. Via del Mercato þykir sýnu fínast enda aðeins um 700 víntegundir að velja.

5. Telluride, Kolóradó, Bandaríkjunum

Telluride nýtur vaxandi vinsælda bæði almúgamanna sem og stjarna á borð við Tom Cruise. Brekkur hér eru brattari en gengur og gerist og það líkar mörgum skíðamanninum. Eðalaðstaða líka fyrir brettafólk. Tonn af góðum börum og veitingastöðum og samkeppnin mikil.

* Ritstjórn Fararheill.is mælir ekki sérstaklega með þessum áfangastöðum til skíðaiðkunar sökum verðlags. Að frátöldu Telluride þarf að kafa djúpt í veskin fyrir öllum hlutum á öllum stöðunum. En ef veskið er þykkt leiðist engum manni á umræddum stöðum.