Skip to main content

Oft skrýtið hvað furðulegustu hlutir geta orðið að stóru aðdráttarafli. Eins og til dæmis smáíbúðarhús eitt í miðborg Seattle sem varð frægt fyrir það eitt að eigandinn neitaði að selja og síðan hefur rúmlega hundrað ára gamalt húsið staðið eins og skrattinn úr sauðalegg umkringt nútímalegum háhýsum.

Húsin fræga sem líklega hverfur innan tíðar.

Húsin fræga sem líklega hverfur innan tíðar.

Húsið atarna finnst í Ballard hverfi Seattle en þar eru nú mikið til eingöngu viðskipta- og verslunarhúsnæði.

Húsið hefur notið frægðar fyrir tvennt síðustu árin. Annars vegar hversu kjánalega það lítur út innrammað á þremur hliðum af verslunarhúsnæði en ekki síður vegna þeirrar ákvörðunar fyrrum eiganda að selja alls ekki húsið eða lóðina þrátt fyrir mörg gylliboðin. Þá hefur hróður þess einnig borist fyrir þær sakir að það þykir ótrúlega líkt húsnæði aðalsöguhetju teiknimyndarinnar Up sem var vinsæl fyrir nokkrum árum.

Hingað hafa ferðamenn sótt í auknum mæli til að skoða og mætti kannski halda að borgaryfirvöld gætu séð í hendi sér plúsinn við að leyfa húsinu að vera. En nú er þrjóskur fyrrum eigandinn allur og afkomendur hafa ekkert á móti því að komast yfir þær hundruðir milljóna sem fyrir lóðina fást. Það hefur verið auglýst til sölu og miðað við áhuga stórfyrirtækja undanfarin ár þykir líklegt að það verði keypt og jafnað við jörðu í kjölfarið.

Þú hefur því aðeins líklega einhverja mánuði til að spássera hingað og sjá merkilegasta íbúðarhús Seattle.