Sjötta árið í röð þykir hótelvefur Fararheill sá fremsti í veröldinni 🙂

Árið 2009 bauð Fararheill.is fyrst upp á hótel og gistihús gegnum vefmiðilinn HotelsCombined. Fjórum árum síðar var sá vefur valinn besta gistileitarvél heims hjá World Travel Awards. Þeim titli hefur vefur okkar haldið linnulaust síðan 🙂

Jamms, við ekki svo vitlaus á þessum bænum. Meðan allir aðrir kepptust við að bjóða þjónustu risans Booking.com fórum við aðra og betri leið. Betri, það er að segja, fyrir lesendur okkar.

Booking.com hefur aldrei hlotið nein verðlaun á World Travel Awards sem eru óskarsverðlaun ferðaþjónustuaðila á heimsvísu. En HotelsCombined varð í byrjun desember SEXFALDUR heimsmeistari.

Slík verðlaun er enginn að fá nema bjóða það allra besta á allra lægsta verðinu. Spurningin er því hvers vegna þú ert að bóka hjá verri aðilum…