Hálfur hattur ofan fyrir Skúla Mogensen. Hann tók séns á að stofna flugfélag á sínum tíma þegar enginn hafði trú á honum. En að ætla að reyna sama trix aftur er dauðadæmt frá upphafi.

Fréttablaðið greinir frá því að sami maður og setti hreint ágætt flugfélag lóðbeint á höfuðið vilji nú prófa á nýjan leik.

Ók, við gætum sagt margt en þar sem myndir segja þúsund orð látum við þær nægja:

 

 

Væri svo vitlaust að reyna að koma til móts við þær þúsundir sem þú nú skuldar peninga áður en þú leggur þig aftur í hengirúminu og pípar á ríka vini þína til að stofna nýtt flugfélag? #justsayingSkúli