Skip to main content

Varla fimm mínútum eftir að við bentum lesendum okkar á fýsileg tilboð breska flugfélagsins British Airways frá London og út í heim birtir flugfélagið fréttatilkynningu þess efnis að flug hingað til lands sé í startholunum. Það er stórar fréttir.

Fleiri um hituna til og frá London í vetur

Fleiri um hituna til og frá London í vetur

BA mun frá lok október fljúga milli Keflavíkur og London þrisvar í viku hverri og þegar þetta er skrifað er hægt að fljúga á milli í nóvember og desembermánuði kringum rúmlega 30 þúsund krónur báðar leiðir með farangri.

Það æði fínt verð og á pari við það sem Wow Air hefur best boðið til London sé taska með í för. Nema kannski að British Airways er ekki lággjaldaflugfélag. Sætisbil á ódýrasta farrými er frá 31 tommu og upp í 34 eftir tegundum véla sem er nokkuð svipað og Icelandair býður á sínu ódýrasta farrými. Sætisbreidd er svipuð líka ef aðeins minni.

En ólíkt Icelandair og Wow Air er matur og drykkur um borð í vélum BA og það frítt með á öllum flugleiðum. Ekki lengur þarf að punga út þúsund kalli fyrir dagsgamla samloku frekar en hver og einn vill.

Sjálfsagt að vippa sér strax í bókun ef London er á dagskránni næsta vetur því líklega verða lægstu fargjöld fljót að fara.

Svo skemmir ekki að finna ódýrustu hótel London og annars staðar hér að neðan.