Þessa dagana er enginn skortur á leitarvélum á netinu. Flestir þekkja Bing, Google, Yahoo og þessa stóru og margir þekkja sérhæfðari miðla á borð við þá sem leita að gistingu, bílum og svo framvegis. En okkur vitandi eru þeir ekki margir sem sérhæfa sig í leit að réttu golfferðinni.

Það hefur lengi verið vandasamt að finna góðar golfpakkaferðir en sá vandi er að hluta leystur. Mynd Terry Chay
Kemur Golfboo til skjalanna. Þessi leitarvefur stærir sig af því að vera fyrsta leitarvélin sem sérhæfir sig hundrað prósent í golfferðum og golfferðalögum og þó ekki fari mjög mikið fyrir vef þessum erum við hjá Fararheill mjög hrifin eftir ítarlega skoðun.
Ekki aðeins er sannarlega þar að finna alla golfvelli í þeim löndum sem listuð eru heldur og golfferðapakka á þau svæði, einkunnagjöf frá kylfingum sem prófað hafa og rúsinan í þessum pylsuenda að almennt verð pr. hring sést samstundis. Leit á vefnum sjálfum auðveld og þar hægt að bóka bæði ferðir, golfið og gistingu líka.
Teljum alveg tilvalið fyrir ferðaþyrsta kylfinga að merkja við Golfboo.com í bókamerkjasafninu.