Skip to main content

L íklega er eitthvað að komist fólk ekki við þegar það heimsækir Stasi safnið í Berlín í Þýskalandi. Maður fær einhvern djúpan hroll strax og maður nálgast skuggalega bygginguna sem safnið hýsir.

Bygging númer 1 í fyrrum höfuðstöðvum Austurþýsku leyniþjónustunnar hýsir Stasi safnið

Bygging númer 1 í fyrrum höfuðstöðvum Austurþýsku leyniþjónustunnar hýsir Stasi safnið

Forschungs- und Gedenkstätte Normannenstraße heitir Stasi safnið á móðurmálinu og er vitaskuld staðsett í höfuðstöðvum leynilögreglunnar á árum áður. Héðan voru gefnar skipanir sem breyttu lífi tug- og jafnvel hundruðum þúsunda sem ekki þóttu alveg nógu mikið á flokkslínunni áður en Berlínarmúrinn féll árið 1989.

Safnið enduropnaði í janúar 2012 eftir endurbætur en ónotalegheitin eru sannarlega enn til staðar. Herbergi eftir herbergi full af skjölum um hina og þessa einstaklinga sem leyniþjónustufólk njósnaði um og fékk jafnvel venjulega borgara til að njósna um ástvini og ættingja ef því var að skipta.

Safnverðir veita gjarnan upplýsingar og fyrirlestrar eru algengir þó segjast verði að sumir þeirra sem hér starfa séu helst til kaldir til þjónustustarfa. Kannski það sé skipun að ofan en bros eru hér tiltölulega óalgeng og stemmir það við annað í byggingunni hvort sem er að innan eða utan.

Stasi safnið er ómissandi þeim er vilja fá snefil af því hvernig var að búa austantjalds og vera óheimilt að tjá skoðanir sem gengu í berhögg við vilja stjórnvalda. Guð forði öllum frá þeim viðbjóði.

Stasi safnið stendur við Ruschestraße 103 í byggingu númer 1. Það er opið virka daga milli 11 og 18 og um helgar frá 14 til 18. Aðgangseyrir er 850 krónur á einstakling. Heimasíða safnsins hér.