Rúmlega 70 prósent Breta ætla sér að ferðast erlendis í sumarfrí þetta árið þrátt fyrir almenna kreppu. Stærstur hluti þeirra ætlar þó í ódýrari ferðir en til stóð.
Þetta er meðal niðurstaða í könnun BLM Horizon meðal breskra ferðalanga og yfirfæra má að flestu leyti til Íslands enda sýna minni kannanir svipaða niðurstöðu hér. Ætlar meiriþorri almennings að ferðast áfram en lúxusinn verður minni og ferðirnar líklega styttri en ella hefði verið.
Hartnær helmingur aðspurðra í bresku könnuninni ætla sér í svokallaðar „all-inclusive“ ferðir enda þykir það ein besta aðferðin til að halda kostnaði við ferðalagið í lágmarki.
Sjá má á tilboðum íslensku ferðaskrifstofanna fyrir sumarið að lítið er í boði af slíkum ferðum.