Skip to main content

Það deila því kannski ekki allir en ritstjórn Fararheill finnst alltaf gaman að rekast á kunnugleg heiti og það jafnvel næsta rammíslensk á ferðum á erlendri grundu. Nett sælutilfinning sprettur þá gjarnan fram því það er jú enn ein sönnun þess að öll erum við tengd á jörðinni með einum eða öðrum hætti.

Hiti í Kerlingu. Nafngiftin á við um viðfrægt háhitasvæði í Malasíu. Mynd Malaytours

Hiti í Kerlingu. Nafngiftin á við um viðfrægt háhitasvæði í Malasíu. Mynd Malaytours

Hverjum ætli hafi til dæmis dottið í hug að skíra jarðhitasvæði í fjöllunum fyrir ofan Kuala Lumpur í Malasíu Kerlingu?

Kerling heitir það og er velþekkt meðal heimamanna fyrir jarðhita sinn, baðlaugar og mikla fegurð. Er það helber tilviljun að hinu megin á hnettinum er einnig velþekkt jarðhitasvæði sem þekkt er fyrir frábærar heitar laugar, mikla fegurð og gengur undir nafninu Kerlingarfjöll? Þess utan sem fleiri staðir á Íslandinu góða heita þessu nafni.

Einum úr ritstjórn stökk líka bros á ferðum sínum um Navarra hérað á Spáni eigi alls fyrir löngu þegar skyndilega var ekið inn í smábæinn Erro. Sá lítt merkilegur þannig fyrir utan heillandi umhverfi en einn fremsti listmálari Íslendinga kom eðlilega strax upp í hugann þó sá sé tengdari Frakklandi en Spáni. En Erro er líka afar nálægt landamærum Spánar og Frakklands.

Fleiri dæmi eru til um skemmtilegar nafngiftir sem tengja hugann strax heim og gefa enn eina vídd í virði þess að ferðast án þess að skipuleggja allt í þaula.