Skip to main content

Hundraðasta sætið er ekkert til að monta sig af. Það er einmitt það sæti sem íslenska flugfélagið Icelandair lendir í samkvæmt árslista flugvefsins Skytrax en sá listi tekur mið af einkunnum viðskiptavina.

Allt á niðurleið undir stjórn Boga Nils, stjóra Icelandair.

Eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskoti er Icelandair, undir stjórn Boga Nils Bogasonar, ekkert að rokka eða róla hjá farþegum. Ríkisflugfélag Jórdaníu, Konunglegt flugfélag Marokkó og afsláttarflugfélag Air Canada, svo fátt sé nefnt, skjóta íslenska flugfélaginu ref fyrir rass árið 2019 ef marka má umsagnir viðskiptavina.

Það er hins vegar Qatar Airways sem flugfarþegar eru ánægðastir með á árinu en Singapore Airlines fylgja fast í kjölfarið.

Norræn flugfélög eru almennt ekki að skjóta flugeldum samkvæmt úttekt Skytrax. Efst á stalli er Finnair sem slefar þó aðeins í sæti númer 32 þetta árið. Lággjaldaflugfélagið easyJet nær sæti 37 og Norwegian dettur inn í 39. sætið. Meira að segja SAS er 35 sætum ofar en Icelandair.

Listinn hér.