Þ að eitthvað alvarlega rangt við fjölmiðil sem birtir sýknt og heilagt fréttatilkynningar frá stórfyrirtækjum eins og ekkert sé sjálfsagðara og án þess að gera minnstu athugasemdir. Slíkt framferði breytir fjórða valdinu í lepjandi púðluhund.

Icelandair tapaði næstum jafn miklu fyrir Kófið og það gerir þessi dægrin. Skjáskot

Viðskiptablaðið rammsekt um slíkt varðandi þriggja mánaða uppgjör Icelandair. Eftirfarandi er inngangur í „frétt” Viðskiptablaðsins um nýjasta uppgjörið:

Icelandair var rekið með 3,9 milljarða króna tapi á fyrstu þremur mánuðum ársins, eða 30,1 milljón dollara á fyrstu miðað við 30,8 milljarða króna tap á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs, sem skýrðist fyrst og fremst af áhrifum faraldursins.

Dabbadona!

FJÖGUR ÞÚSUND MILLJÓNIR KRÓNA farnar fjandans til fyrstu þrjá mánuði ársins þrátt fyrir gríðarlegar uppsagnir, þrátt fyrir milljarða króna aðstoð frá ríkinu, þrátt fyrir sölu á öllum helstu eignum og þrátt fyrir að „toppfólk” sé í öllum helstu stjórastöðum fyrirtækisins.

Hmmm! En jafnvel þau sannindi er ekki það sem stendur upp úr hvað okkur varðar við innganginn hér að ofan. Öllu frekar sú staðreynd að flugfélagið tapaði svipaðri upphæð fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 og í tilkynningunni er Kófinu kennt um.

Einmitt það! Hér er markaðsdeild Icelandair aðeins að hagræða raunveruleikanum sér í hag og Viðskiptablaðið birtir eins og heilagan sannleik. Covid-19 fór nefninlega ekki að hafa alvarleg áhrif á flug og ferðir á heimsvísu fyrr en í marsmánuði 2020. Flugfélagið tapaði samt rúmlega ÞRJÚ ÞÚSUND MILLJÓNUM KRÓNA áður en Kófið fór að gera alvarlegan usla.

Með öðrum orðum; Icelandair var að tapa EINUM MILLJARÐI KRÓNA í hverjum einasta mánuði í byrjun árs 2020 og tapaði tæplega EINUM KOMMA ÞREMUR MILLJÖRÐUM KRÓNA á hverjum mánuði í byrjun þessa árs.

En best að kjósa sömu stjórnarmenn áfram og sama stjórnarformann líka. Sama gaur og fékk hundruð milljóna í styrki frá ríkinu fyrir sitt eigið fyrirtækið Toyota á Íslandi. Sami gaur og ákvað svo samt að greiða sjálfum sér feitan arð svona í tilefni dagsins.

Svona ef þig vantar fleiri ástæður til að eiga engin viðskipti við Icelandair…