Skip to main content

Forvitnilegt hvað „við erum öll í þessu saman” þegar allt er í kalda koli efnahagslega en þegar vel gengur njóta milljarðamæringar alls góðs en við hin étum það sem úti frýs. Það líka forvitnilegt að Icelandair, Air Iceland Connect, er ennþá að súperokra á flugferðum til Grænlands þetta sumarið þó eftirspurn sé minni en eftir Clairol fótanuddtækjum.

Ekkert að gera hjá Air Iceland Connect/Icelandair en samt þarf að okra á túrum til Grænlands þetta sumarið…

Dótturfélag Icelandair, Air Iceland Connect, lengi boðið flugferðir yfir til nágrannaeyjunnar Grænlands og það gengið þokkalega enda Grænlandið afar spennandi áfangastaður fyrir alla nema Íslendinga. Allavega ef marka má sölu ferða síðastliðin ár. Varla nokkur íslensk sála sem þangað heldur nema hinn stórgóði ljósmyndari RAX og jú íslenskir ráðamenn sem fá allt borgað og gott betur.

Einhver gæti haldið að nú þegar einu farþegar Icelandair/Air Iceland Connect eru tveir flugmenn sem fljúga rellum félagsins til og frá Kína með lækningavörur gæti verið hægt að heimsækja þessa stærstu eyju heims án þess að greiða þetta 100 til 200 þúsund krónur fyrir flugið eitt og sér.

Neibbs. Ekki aldeilis. Þessu fjárvana fyrirtæki, hvers yfirmenn hafa verið á hnjánum við buxur fjármálaráðherra síðastliðnar vikurnar eftir bitlingum, dettur ekki til hugar að lækka eitt né neitt jafnvel þó það stríði gegn öllum kúnstarinnar reglum að halda verði háu þegar eftirspurn er engin. Segir kannski sitt um alla þessa „sérfræðinga” sem þar hafa starfað.

Við kíktum á lægsta mögulega verð til nokkurra staða Grænlands næstu mánuðina og við fundum þetta:

Reykjavík – Illulisat júnímánuður: Allra lægsta verð fram og aftur án farangurs kostar þegar þetta er skrifað litlar 115.045 krónur.

Reykjavík – Kulusuk júlímánuður: Allra lægsta verð fram og aftur án farangurs kostar þegar þetta er skrifað 84.350 krónur.

Reykjavík – Nuuk ágústmánuður: Allra lægsta verð fram og aftur án farangurs kostar þegar þetta er skrifað litlar 105.265 krónur.

Við ofangreint er tvennt að athuga.

A) Að fljúga til Grænlands frá Íslandi er svona sæmilega á pari við að fljúga héðan til Noregs eða Skotlands. Þangað hefur undanfarin ár verið tiltölulega auðvelt að komast og heim aftur fyrir þetta 20 til 50 þúsund krónur án farangurs. Í þeim tilfellum flogið með þotum en ekki hreyflavélum en þær síðarnefndu eyða nokkru minna eldsneyti, ekki þarf eins marga áhafnarmeðlimi um borð og sætispláss og þægindi öllu meiri. Og Air Iceland Connect notar aðeins hreyflavélar.

B) Uppgefið verð á vef Air Iceland Connect eru í lægri kantinum á því sem gerist hefur og gengur undanfarin ár. Líklega hefur verðið verið lækkað almennt um 5-10 prósent eða svo. En það er fráleit lækkun þegar viðskiptavinum fækkar um 99%.

Væri svo vitlaust hjá kjánunum hjá Icelandair að lækka verð á flugi til Grænlands niður í það sem eðlilegt gæti talist? Þó ekki sé nema eitt einasta sumarið þegar erlendir ferðamenn á landinu eru sjaldséðari en geirfuglinn? Þó ekki sé nema fyrir gúddvill til handa skattborgurum sem eru að fara að bjarga þessu fyrirtæki eina ferðina enn…