Ók, við þekkjum öll sterkar líkur á þjófum á torgum, vinsælum strætum og í jarðlestum í helstu borgum heims. En svo virðist sem þjófar almennt séu að færa sig á hærra stig en áður. Í það minnsta í Róm og París.

Gist á flottu hóteli í París? Hafðu extra vara á þér.
Bæði franska og ítalska lögreglan hafa gefið út viðvörun á samfélagsmiðlum vegna þjófa sem sérhæfa sig í þjófnuðum á betri hótelum beggja borga. Þjófar sem hafa fyrir því að þykjast vera ferðamenn sjálfir og jafnvel innrita sig inn á hótel sem gestir einungis til þess að hafa tíma til athafna yfir hádaginn þegar flestir ferðamenn eru úti á vappinu að skoða og upplifa. Þeir nota líka tækni til athafna og vita hvernig á að komast inn í herbergi sem ella þarf segullykil til að opna.
Því full ástæða til að A) gista á verri hótelum eða B) taka allt fémætt með sér á vappið eða C) fá að geyma verðmæti í lobbíinu meðan að skreppi stendur. Því ef þjófar eru orðnir svo séðir að læstar dyr er engin fyrirstaða er ljóst að aumingjalegur öryggisskápur í fataskápnum er ekki mikil hindrun heldur.







