Samkvæmt fræðunum er óvíða í Bandaríkjunum hægt að fá ferskara og betra hráefni úr hafinu en á veitingastöðum Boston. Borgin jú ein stærsta hafnarborg landsins og veitingastaðir sem sérhæfa sig í sjávarréttum skipta þar hundruðum hið minnsta. Gestir þeirra ættu aldeilis að hafa varann á sér.

Sjávarréttir í Boston eru í helmingi tilfelli eitthvað allt annað hráefni en gefið er upp á matseðli samkvæmt rannsóknum

Sjávarréttir í Boston eru í helmingi tilfella eitthvað allt annað hráefni en gefið er upp á matseðli samkvæmt viðamiklum rannsóknum

Boston heimsækja margir Íslendingar og fjöldi þeirra gerir vel við sig í mat og drykk á veitingastöðum einu sinni eða oftar. En þar stendur hnífurinn í kúnni, eða fisknum í þessu tilfelli. Ítrekaðar rannsóknir leiða nefninlega í ljós að í helmingi tilfella er fólk ekki að fá þann fisk á veitingastöðum borgarinnar sem það telur sig vera að fá.

Samtökin Oceana hafa reglulega síðustu árin gert skyndikannanir á fiskréttum sem í boði eru í helstu borgum Bandaríkjanna og aftur og aftur koma Los Angeles og Boston sérstaklega illa út.

Í Boston lætur nærri að helmingur fiskrétta sem þar eru í boði á veitingastöðum sé annað og mun ódýrara hráefni en gefið er upp á matseðli. Það hafa rannsóknarblaðamenn Boston Globe fjallað um oftar en einu sinni undanfarin ár en lítið virðist batna.

Góð ástæða til að hafa varann sérstaklega á sér. Eða sleppa því alfarið að nærast á sjávarfangi.