Skip to main content

Það eru rúmlega fjögur ár síðan við síðast framkvæmdun könnun meðal lesenda á því hvenær hitastig færi yfir það sem talist getur þolanlegt eða þægilegt. Flesta Íslendinga dreymir jú um sól og sand eftir dimma og kalda vetur en hvenær er nóg komið af hita? Ólíkt kuldanum er illa hægt að klæða hitann af sér.

Það eru væntanlega skiptar skoðanir ykkar á meðal eins og hjá ritstjórn sjálfri. Tvö okkar vilja helst ekki dvelja lengi á stað þar sem hitinn fer reglulega yfir 30 stig. Einn þolir hita betur en það og veit fátt betra en 30+ alla daga.

En hvað um þig? Nú þegar þetta er skrifað er 39 gráðu hiti í Madríd á Spáni. Á Alicante-svæðinu mælist nú 31 gráða, 35 gráður eru í Róm, 33 í Aþenu og 35 gráður í Antalya. Með öðrum orðum, aðeins einn þriðji af ritstjórn Fararheill kysi að vera á einhverjum þessara staða um miðjan júlí. Auðvitað ekki það sama að þramma brennheitar götur stórborga og að liggja marflöt á strönd með kaldan sjóinn við tærnar en þið áttið ykkur eflaust á hvert við erum að fara. Hvenær verður hiti of mikill til að njóta?

Hvert er kjörhitastigið þitt í sumarleyfinu? Fyrir fjórum árum vildu 65 prósent ekki dvelja meiri hita í viku eða tvær erlendis en 25 gráður að meðaltali. Endilega taktu þátt. Hver er þín skoðun?