N afn Knokke-Heist er ekki á allra vörum utan Belgíu en meðal þarlendra eru fáir staðir yndislegri heimsóknar.

Borgin Knokke-Heist í Belgíu er óvenju mikil sælkeraborg

Borgin Knokke-Heist í Belgíu er óvenju mikil sælkeraborg

Tvær ástæður sérstaklega koma þar til. Annars vegar er þetta hérað með einhverjar fínustu strendur landsins en aðallega þó vegna þess að á þessum litla bletti í þessu litla landi eru hvorki fleiri né færri en átta veitingastaðir sem allir hafa Michelin stjörnur til síns ágætis.

Sé tekið mið af fólksfjölda í Knokke-Heist, sem tilheyrir Flanders og situr við landamærin að Hollandi, sem var árið 2017 um 35 þúsund manns, eru tólf Michelin stjörnur nánast heimsmet. Hér eru fleiri stjörnuveitingastaðir en í Los Angeles sem telur milljónir íbúa svo dæmi sé tekið.

Þar sem Belgía er lítið land er fljótt komist á milli og því þjóðráð fyrir matarfíkla og sælkera að leggja leið sína hingað einn góðan veðurdag og setjast til borðs á Sel Gris, Cuines33, Danny Horsele, Jardin Tropical, Oui Sluis, Pure C, La Trinité eða De Oosthoek.

Svo má buslast í flæðarmálinu á fínum ströndunum til að ná af sér kílóunum í kjölfarið og í hallæri bregða undir sig betri fætinum til borgarinnar Brugge sem er nánast í göngufæri 😉