M argir sem ferðast hafa til Tyrkland hafa efalítið velt fyrir sér bílum merktum dolmus eða taxi-dolmus og hvert hlutverk þeirra sé.

Hefðbundinn dolmus í Tyrklandi. Undantekningarlaust er verðlisti á áberandi stað í vagninum og svo bara taka til við hugarreikninginn. Mynd charlesFred

Hefðbundinn dolmus í Tyrklandi. Undantekningarlaust er verðlisti á áberandi stað í vagninum og svo bara taka til við hugarreikninginn. Mynd charlesFred

Í sem stystu máli má segja að þetta er afbrigði af hefðbundum leigubifreiðum. Munurinn sá að vagnarnir, sem margir eru mjög fínir og vel við haldið, fara ætíð nákvæmlega sömu leiðina fram og aftur en leggja þó sjaldan af stað frá stöð fyrr en vagninn er orðinn þétt- eða þaulsetinn. Oftast nær eru þetta átta manna bílar en í smærri bæjum þó hefðbundnir fjögurra manna bílar.

Þeir eru bráðfín leið til að skoða sig um í strandhéruðum Tyrklands og margfalt ódýrari og skemmtilegri leið en hóa í næsta leigubíl þó vissulega geti það verið flóknara. Þá er galli við dolmus sá að bílstjórarnir eru Tyrkir sem seint fá verðlaun fyrir öryggisakstur á vegum úti og í vögnunum er þröngt og persónulegt rými ekkert. Þá eru allmargir bílstjórarnir sem kunna ekki staf í öðru tungumáli en þessu ylhýra í heimalandinu.

Láttu samt eftir þér að prófa. Hver veit nema það komi þér þægilega á óvart.

♥  Það eru yfirleitt engar stoppistöðvar svo vænlegast er að veifa þeim næsta á þeim leiðum sem þeir ganga um.

♥  Í stærri borgum eru ferðir slíkra bíla nokkuð reglulegar á 10 – 20 mínútna fresti en klukkustund eða meira í smærri bæjum.

♥  Þegar bíllinn stoppar gakktu úr skugga um að hann sé  að fara þangað sem þú vilt. „Bodruma gidiyor musun?“  (Ert þú á leið til Bodrum).

♥  Verðlisti er jafnan fyrir ofan bílstjórann. Fáðu þér sæti, teldu saman rétta upphæð og færðu manneskjunni fyrir framan þig peningana. Farþegar láta peningana ganga til bílstjórans og því allra best að hafa nákvæma upphæð. Sé afgangur færðu hann þegar bílstjórinn fær tóm til að taka hann saman og er hann handlangaður sömu leið til þín.

♥  Kallaðu stopp  „Dur luften“ þegar þú vilt út og þakkaðu fyrir þig. Svo brosirðu þegar þú gerir þér grein fyrir hversu mikið þú sparaðir.