T ómatar eru til margra hluta nytsamlegir en líklega er fátt skemmtilegra en að hafa leyfi til að kasta þeim í mann og annan og fylla sig af spænsku víni og tómri gleði í leiðinni. Það er þess virði að ferðast fyrir.

Það getur ekki verið neitt annað en DÚNDUR skemmtilegt að taka þátt í alvöru tómatslag. Mynd aarconcorey

Það getur ekki verið neitt annað en DÚNDUR skemmtilegt að taka þátt í alvöru tómatslag. Mynd aarconcorey

Mörgum Íslendingum er kunnugt um tómatahátíðina í Buñol í Valencíu á Spáni, La Tomatina, en sú er á góðri leið með að verða ein sú vinsælasta þar í landi og ein af fáum hvers orðspor hefur borist vel út fyrir landsteinanna enda vafalaust stærsti matarslagur heims.

Uppákoman gengur bókstaflega út á að kasta fleiri tonnum af tómötum í alla þá sem fyrir verða. Þó allt í gamni og góðu og allir verða tómatarnir að vera mjúkir eða kreistir sem notaðir eru í þeim gauragangi. Ella er ekki svo erfitt að meiða ef vel er hitt.

Því á ekki að koma á óvart að tómatahátíðir með sömu formerkjum og í Buñol spretta nú upp víðar á heimskringlunni. Slík hátíð fer fram í bænum Sutamarchán í Kólombíu og er þá notast við afgangsuppskeru. Í Kosta Ríka er líka slík hátíð í smábænum San José de Trojas en þar fer árlega fram að auki sérstök tómatasýning.

Hvorki Bandaríkjamenn né Kínverjar vilja vera útundan í þessu sem öðru og bæði í Dongguan í Kína og í Reno í Nevadafylki hafa slíkar hátíðir farið fram síðustu fjögur til fimm árin.

Í Chile fer þó fram meira en tómatahátíð per se. Þar er árlega sett á svið heil tómatastyrjöld í bænum  og takast þar tvær fylkingar á í grimmum tómatslag.


View Tómathátíðir á heimsvísu in a larger map