R itstjórn Fararheill hefur æ og ítrekað bent á að ekki er til betri aðgangur að nýjustu upplýsingum um hverja borg eða áfangastað fyrir sig á ferðalögum en einfaldlega spyrja næsta heimamann á ferð sinni. 

Hér bjó lengi Hercule Poirot gæti þessi verið að segja þó reyndar sá hafi verið Belgi

Auðvitað færðu heimamann til að lóðsa þig um borgir heimsins. En ekki hvað 🙂

Ferðahandbækur geta verið og eru oft úr sér gengnar og gefa stundum beinlínis rangar upplýsingar. Sömuleiðis er steingelt að fara einungis eftir ráðleggingum á vefum eins og Tripadvisor þar sem staðir á borð við McDonalds og KFC komast á pall með bestu veitingastöðum.

Og nú smátt og smátt eru ferðamálayfirvöld víða að kveikja á þeirri peru að engin upplifun er eins góð og hitti fólk fyrir skemmtilegan heimamann eða konu sem hefur hreint yndi af því að lóðsa fólk um staði, götur, veitingahús eða annað það sem íbúum sjálfum finnst mikið til koma. Meira að segja Icelandair að kveikja á þeirri peru.

Ekki er amalegt að eiga eins og einn vin eða vinkonu í Lyon í Frakklandi og nú hefur aldrei verið auðveldara að fá persónulega leiðsögn um þá ágætu og sögulegu borg. Þar er ferðamálaráð borgarinnar með á skrá hjá sér tæplega 80 einstaklinga sem mjög gjarnan leiða áhugasama um leyndardóma Lyon á hvaða árstíma sem er og það að mestu ánægjunnar vegna því þjónustan er ókeypis þó reyndar dónaskapur sé ekki að gefa þjórfé eða bjóða viðkomandi að borða í þakklætisskyni. Engin krafa er þó gerð um slíkt.

Og Lyon er fjarri því eina borgin þar sem áhugasamir geta fengið leiðsögn um allt nema söfn, því víða er aðgangur aðeins að þeim í fylgd leiðsögufólks með tilskilin réttindi. Slíkir einstaklingar finnast í hinum ýmsu borgum í hinum ýmsu löndum eins og sjá má hér.

Enn ein ástæðan til að slútta skipulögðum ferðum á tiltekna staði og borga formúgu fyrir.