Skip to main content
H mmm! Og þú heldur að það sé tilviljun að sænski ferðavefurinn Túristi fær inni hjá öllum stærstu fjölmiðlum Íslands…

Látum okkur nú sjá.

Ferðavefur Túristi er ágætur fyrir þá sem ekki þekkja til og eru með majónes Gunnars í hausnum.

Svo ágætur að framsæknir miðlar á borð við Stundina og Kjarnann birta reglulega greinar frá kauða umorðalaust. Plús Mbl, Vísir, Fréttablaðið og auðvitað Viðskiptablaðið þar sem bróðir Túrista hefur starfað um árabil.

Gott og blessað. Sumt fólk er jú fífl. Viðskiptablaðið þar verst því að birta efni frá nánum ættingja starfsmanns er bara kennt í blaðamannaskólum í Kongó.

En ók, það er bara svoleis.

Samt merkilegt að fimm mínútum eftir að flugfélagið Play auglýsir raunveruleg fargjöld er komin auglýsing hjá Túrista frá flugfélaginu. Það má glögglega sjá á meðfylgjandi skjáskoti.

Túristi auðvitað ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu hjá Play og nýtur góðs af fjárhagslega. Fararheill, sem hugsar fyrst og fremst um neytendur og það algjörlega frítt, fær kúk og kanil frá sömu fjölmiðlum og Lilja Alfreðsdóttir fjölmiðlaráðherra, gefur hundruði milljóna án þess að blikka auga.

Allt eðlilegt á þessum stjórnarbænum…