Flugskömm hrjáir allnokkra þarna úti og það eðlilega. Flugfélög menga heiminn okkar duglega og hafa að mestu sloppið mjög billega hingað til. En með hvaða flugfélagi er best að ferðast ef þú vilt skilja eftir sem minnst kolefnisspor?

Flugferðir menga duglega en fáir hafa tekið jafn hart á slíku og easyJet.
Illu heilli hefur fækkað duglega þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandinu góða síðustu misserin og þau sem eftir eru hafa flest dregið duglega úr ferðum.
Sem er auðvitað príma fyrir hnöttinn okkar og loftslagið en öllu verra fyrir okkur sem elskum að skoða heiminn.
En fátt er svo með öllu illt. Það eru sum flugfélög betri en önnur þegar kemur að því að takmarka eða lágmarka mengun og af þeim flugfélögum sem fljúga til og frá Íslandi er easyJet líklega fremst jafningja.
Það helgast af því að breska lággjaldaflugfélagið styrkir félög og samtök sem kolefnisjafna mengun með hinum og þessum aðferðunum og þar greitt fyrir alla mengun á hverju einasta flugi flugfélagsins og það burtséð frá hvort farþegar tíma að punga út eður ei.
Ekki lélegt stöff hjá lággjaldaflugfélagi og flugfélaginu tekist að halda fargjöldum lágum þrátt fyrir að niðurgreiða alla mengun úr eigin vasa.
Öllu betri pakki en velflest önnur flugfélög bjóða upp á þessa síðustu og verstu. Mörg bjóða alls ekkert en nokkur, þar á meðal Icelandair, bjóða viðskiptavinum sínum að niðurgreiða mengun með frjálsum framlögum. Það hefur hingað til gefist fremur illa enda neytendaþjóðfélögum ekki í blóð borið að borga MEIRA fyrir eitt né neitt. Því miður munu barnabörnin okkar njóta ills af.
Okkur vitandi er easyJet eina flugfélagið sem hingað flýgur sem niðurgreiðir alla mengun. Sjálfsagt að eiga viðskipti við þá.







