T öluvert er síðan Íslendingum bauðst beint reglulegt flug til Dublin á Írlandi. Þangað samt auðvelt að komast gegnum England eða Skotland

Hér er gleði flestum mönnum innfædd

Hér er gleði flestum mönnum innfædd

Boðið hefur verið annars lagið upp á áætlunarflug milli Dublin og Keflavíkur og verður vonandi aftur við tækifæri. Borgin bærileg, verðlag almennt tiltölulega gott og landið afar fallegt.

Verðlag á Írlandi hefur reyndar farið hækkandi undanfarið en er enn ekki komið í fráhrindandi hæðir. En svo þarf ekki alltaf að opna veskið til að finna og skoða hina forvitnilegustu hluti. Eins og þessa hér að neðan sem kostar ekki neitt að kynna sér í þaula.

♥  Írska fornleifasafnið (National Museum of Ireland) > Írland er sérstakt fyrir margra hluta sakir og hér má finna fjölda áhugaverðra muna frá víkingaöld og jafnvel fyrr en það. Sérstök egyptsk álma er hér líka með yfir þrjú þúsund hluti frá því ágæta landi. Lokað mánudaga en annars opið daglega milli 10 og 17. Heimasíðan.

♥  Írska nútímalistasafnið (Irish Museum of Modern Art) > Tæplega fimm þúsund verk til sýnis hér úr öllum áttum og þar á meðal verk eftir helstu listamenn þjóðarinnar auk erlendra listamanna. Opið þriðju- til laugardaga milli 10:30 og 17:30. Heimasíðan.

♥  Chester Beatty safnið (Chester Beatty Library) > Þetta ágæta safn bóka og rita var valið besta safn Evrópu árið 2002 og það er mikill heiður enda fjöldinn allur af fyrirtaks söfnum um alla álfuna. Hér gefur að líta fornrit stór og smá og mismikilvæg og safnið sjálft fallegt enda staðsett í Dublin kastala. Opið misjafnlega eftir árstíð. Heimasíðan.

♥  Trinity háskólinn (Trinity College) > Elsti háskólinn í landinu og byggingar hans sannarlega skoðunar verðar. Suma hluta verður að greiða inn á sérstaklega en þeir eru sannarlega þess virði. Bókasafnið er heimsfrægt og sýningar tileinkaðar Oscar Wilde eða Samuel Beckett fróðlegar mjög. Opinn misjafnlega eftir árstíðum. Heimasíðan.

♥  Forsetahöllin (Aras an Uachtarán) > Hin opinbera forsetahöll er opin skoðunar flesta daga ársins og eins og flestar hallir verður enginn svikinn af innliti. Meira að segja ferðir með leiðsögn eru ókeypis. Heimasíðan.

Ekki gleyma svo að kíkja á hótelvef okkar sem er áttfaldur heimsmeistari samkvæmt World Travel Awards. Þar má til dæmis finna gistingu á fimm stjörnu hóteli í miðborg Dyflinnar niður í tæpar tólf þúsund krónur með smá fyrirvara.