F ararheill biður þá sem vonuðust eftir svæsnum kynlífssögum frá Miðjarðahafinu afsökunar en hér er erindið að fjalla um dekkri skugga en gerast í klámheimum.

Ramblan fræga. Þar eru rán og þjófnaðir mjög tíðir.

Ramblan fræga. Þar eru rán og þjófnaðir mjög tíðir.

Þar fremsta þá merkilegu staðreynd að enginn þeirra aðila sem bjóða og kynna ferðir til höfuðborgar Katalóníu finnst nokkur ástæða til að benda á að Barcelona er smáglæpahöfuðborg Evrópu.

Undir liðinn „smáglæpir“ falla velflestir þjófnaðir og svindl á ferðamönnum og slíkir glæpir það tíðir að HVERN EINASTA DAG ársins í þessari annars æðislegu borg fær lögregla 52 tilkynningar frá erlendum ferðamönnum um stuld eða þaðan af verra vesen. Það er að segja þegar ferðamannafjöldi er með eðlilegum hætti utan Kófsins.

Það kannski virðist vera lág tala í stórborg en óhætt er að hafa í huga að alls ekki allir sem fyrir þjófnaði verða hafa vilja eða tíma til að leggja fram kæru. Sumir átta sig ekki einu sinni á að þeir hafi orðið fyrir þjófnaði fyrr en um seint og síðir.

Talan 18.980 kannski aðeins sterkari í þessu samhengi sem er vitaskuld niðurstaðan af 52 tilvikum 365 daga á ári. Þetta samsvarar því nokkurn veginn að allir íbúar Akureyrar séu fórnarlömb þjófa og svindlara hvert einasta ár.

Eins og annars staðar eru nokkrir staðir sérlega slæmir og skal engum koma á óvart að þar efst á blaði í Barcelona er Ramblan/Römblurnar. Önnur svæði velþekkt fyrir smáglæpi er flugvallarsvæðið El Prat, Sants lestarstöðin og velflestar jarðlestarstöðvar í miðborginni.

Töluvert er tilkynnt um þjófnaði við Parc Güell og Sagrada Familia og barri Gotic og Plaza Real einnig vinsælir meðal misyndismanna.

Það er því full ástæða til að vera extra mikið á varðbergi í þessari annars geysiskemmtilegu borg Spánar.