Skip to main content

J afnvel þó erindi fleiri en færri til Boston í Bandaríkjunum sé að valsa um verslanir en ekki milli merkilegra minja á götum úti er eiginlega algjört lágmark að láta sig hafa rölt eftir hinum fræga Frelsisstíg einu sinni eða svo.

Svona gerirðu gönguferðina um Boston aðeins fjölbreyttari og skemmtilegri. Mynd Tim Sacton

Svona gerirðu gönguferðina um Boston aðeins fjölbreyttari og skemmtilegri. Mynd Tim Sacton

Ókunnugir gera sér kannski ekki grein fyrir því en það voru atvik hér í Boston sem í raun lögðu grunninn að því að Bretum var hent út hér á sínum tíma og Bandaríki Norður Ameríku varð sjálfstætt ríki. Það ekki ómerkileg saga og eins og lesa má um hér og er snertiflötur við þá merku sögu á einum sautján mismunandi stöðum í Boston.

Stígurinn sjálfur er auðfundinn. Rauða múrsteinalínan sem liggur þvers og kruss um hluta miðborgarinnar táknar stíginn og þó ekki sé brýn þörf að fylgja þeirri leið hundrað prósent þá gera það samt flestir. En stígurinn atarna er rúmlega þrír kílómetrar í heildina.

Þess vegna er þjóðráð að slá tvær flugur í einu höggi: rölta stíginn með leiðsögn og stoppa á fjórum til fimm bestu pöbbunum í borginni í leiðinni til að slá á þorstann. Ekki bara næstu pöbbar heldur þeir pöbbar sem framleiða sinn eigin mjöð og hafa hlotið lof fyrir.

Slíkur túr er í boði í Boston. YeOldeTavernTours býður nákvæmlega þannig pakka og kostar túrinn, bjór á börunum og smá snakk með á hverjum stað fyrir sig kringum sjö þúsund krónur.