U m það eru velflestar ferðahandbækur sammála; engin ferð til Boston er fullkomnuð án þess að feta Frelsisstíginn, Freedom Trail, en gangan eftir honum öllum tekur tvær til fjórar klukkustundir.
Það er vissulega spottakorn fyrir tímabundna ferðamenn en plúsinn sá að hér á hið annars klisjukennda „saga við hvert fótmál“ eiginlega hundrað prósent við.
En hvað nákvæmlega er þetta fyrirbæri?
Frelsisstígurinn liggur um 17 áfangastaði í borginni sem á einn eða annan hátt tengjast baráttu heimamanna fyrir sjálfstæði frá Bretum á sínum tíma en Boston og fólkið hér hafði veruleg áhrif þar á og var hvað harðast í andspyrnu við hina þreytandi Breta sem öllu vildu ráða og ekkert leyfa.
Eðli málsins samkvæmt er Frelsisstígurinn að heilla Bandaríkjamenn mun meira en gesti frá öðrum löndum en engu að síður forvitnileg leið sem leiðir fólk um flestar frægustu götur borgarinnar. Og stinnari rass í þokkabót fyrir þá sem ganga stíginn.
Röð hans er þessi:
-
Boston Commons
-
Ríkisþinghús Massachusetts
-
Park Street kirkjan
-
Granary grafreiturinn
-
King´s Chapel
-
King´s Chapel grafreiturinn
-
Stytta Benjamin Franklin
-
Latínuskólinn í Boston
-
Old Corner bókabúðin
-
Gamla ríkisþingshúsið
-
Staðsetning blóðbaðsins í Boston
-
Fanueil Hall
-
Hús Paul Revere
-
The Old North kirkjan
-
Copp´s Hill grafreiturinn
-
The USS Constitution
-
Bunker Hill minnismerkið
Óvitlaust er líka að leigja sér hjól ef veður er ljúft nú eða fara stíginn með hestvagni en slíkir eru í boði til leigu í miðborginni yfir sumartímann.